Um Íslandsmótið

Íslandsmót iðngreina er ætlað að vekja athygli á iðn- og starfsmenntun, kynna almenningi iðngreinar – ekki síst ungu fólki – og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og starfi í iðngreinum. Íslandsmótið er ætlað iðnnemum og nýútskrifuðum iðnaðarmönnum. Keppendur takast á við krefjandi verkefni í sinni grein sem reynir á hæfni þeirra, skipulagshæfileika og fagmennsku. Að lokum fer dómaranefnd yfir verkefnin og metur hver keppendanna skarar fram úr öðrum með tilliti til þessara atriða. Smellið hér til að sjá myndir af Íslandsmóti iðngreina 2008.

Íslandsmót iðngreina á sér nokkuð langa sögu. Það hófst með keppni í málmsuðu og þróaðist svo í fjölgreina keppni og er stöðugt verið að bæta við nýjum greinum. Á Íslandsmóti iðngreina 2008 var keppt í eftirtöldum greinum: Málmsuðu, trésmíði, pípulögn, bílaiðngreinum, múrverki, málaraiðn, dúklagningum, hársnyrtingu, snyrtifræði, upplýsinga- og fjölmiðlagreinum og rafvirkjun. Auk þess voru nokkrar greinar kynntar á mótinu; fatahönnun, matvælaiðngreinar, skrúðgarðyrkja, gluggaútstillingar og rafeindavirkjun.

Eftirfarandi aðilar taka þátt í skipulagi Íslandsmóts iðngreina yngri en 22ja ára:
Iðnmennt ses. (Verkefnisstjórn)
AP Almannatengsl (Kynningarmál)


Fagfélög iðngreina (skipulag einstakra keppnisgreina):
Iðan fræðslusetur ehf. (fyrir Félag iðn- og tæknigreina, Samiðn, Prenttæknistofnun og Félag vélstjóra og málmtæknimanna)
  • Bílaiðngreinar
  • Dúkalögn
  • Grafísk miðlun og prentun
  • Málun
  • Múrverk
  • Málmsuða
  • Trésmíði

Félag hársnyrtisveina
Félag íslenskra snyrtifræðinga
Félag pípulagningameistara
Rafiðnaðarsambandið