Um Verkiðn

Markmið samtaka um keppnir í iðn- og verkgreinum á Íslandi - SkillsIceland er að: auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar bæta ímynd iðn- og verkgreina

  • halda Íslandsmót iðn- og verkgreina annað hvert ár vekja athygli á tækifærum sem felast í námi og starfi í þessum greinum vera samstarfsaðili við erlenda aðila og samtök sem vinna á sama grunni.


Starfsemi samstarfsaðila er margþætt en mest fer fyrir skipulagningu og framkvæmd Íslandsmóts iðngreina og þátttöku í erlendu mótunum EuroSkills og WorldSkills. Iðnmennt ses. er formlegur fulltrúi Íslendinga í EuroSkills og WorldSkills samstarfsnetum.


SAMÞYKKTIR FYRIR SKILLS ÍSLAND

SAMTÖK UM KEPPNIR Í IÐN- OG VERKGREINUM Á ÍSLANDI

1. gr.

Nafn samtakanna er; Skills Ísland - samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum á Íslandi

2. gr.

Heimili Skills Ísland og varnarþing er í Reykjavík

3. gr.

Markmið samtakanna eru að;

1. auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar

2. bæta ímynd iðn- og verkgreina

3. halda Íslandsmót iðn- og verkgreina annað hvert ár

4. vekja athygli á tækifærum sem felast í námi og starfi í þessum greinum

5. vera samstarfsaðili við erlenda aðila og samtök sem vinna á sama grunni

Réttur til aðildar og úrsögn.

4. gr.

Rétt til aðildar að samtökunum eiga fagfélög launamanna og atvinnurekenda, hagsmunasamtök iðnaðarmanna og framhaldsskóla eða samtök þeirra. Samtök nemenda í framhaldsskólum (SÍF) eiga rétt á fulltrúa í fulltrúaráði með málfrelsi og tillögurétt.

5. gr.

Ósk um þátttöku sendist skriflega til stjórnar Skills Ísland. Fullgildir félagar teljast þeir sem hafa verið samþykktir af stjórn og eru skuldlausir við samtökin. Aðildarfélagi getur sagt sig úr samtökunum með skriflegri tilkynningu þar að lútandi og skal hún send formanni stjórnar fyrir komandi áramót og tekur hún þá gildi á næsta aðalfundi. Einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi á sæti í fulltrúaráði Skills Ísland. Samþykktir fyrir Skills Ísland - samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum á Íslandi

Stjórn, fundir og ákvarðanir

6. gr.

Fulltrúaráðið er skipað aðila frá hverju aðildarfélaga. Fer fulltrúi með atkvæði aðildarfélagsins á aðal- og félagsfundum. Aðildarfélag verður að tilkynna til stjórnar hver þeirra fulltrúi sé. Verði breyting á vali aðildarfélags á fulltrúa verður tilkynning um það að berast stjórn áður en aðal- og félagsfundir hefjast. Hlutverk fulltrúaráðs er að framfylgja markmiðum samtakanna.

7. gr.

Stjórn Skills Ísland skipa 3 aðalmenn og 2 til vara. Stjórnin skal kosin til tveggja ára í senn af fulltrúum í fulltrúaráði. Formaður er kosinn sérstaklega. Kosningin skal fara fram að loknu Íslandsmóti. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Formaður boðar stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Laun eru ekki greidd fyrir setu á stjórnarfundum.

8. gr.

Stjórn samtakanna skal vinna að markmiðum þeirra og öðrum þeim verkefnum sem fulltrúaráðið felur henni. Stjórnin kemur fram fyrir hönd samtakanna út á við.

Halda skal stjórnarfund ef stjórnarmaður óskar þess. Stjórnarfundi skal boða á tryggilegan hátt. Stjórnarfundur er ályktunarfær ef allir stjórnarmenn eru mættir og ályktun er samþykkt samhljóða.

Stjórnarmaður má ekki taka þátt í meðferð einstakra mála sem varða hann persónulega eða sérstaklega þá starfsemi sem hann er fulltrúi fyrir.

9. gr.

Stjórn samtakanna skal halda gerðarbók þar sem skráðar skulu fundargerðir aðalfunda, félagsfunda og stjórnarfunda. Tryggilega skal færa til bókar allar ákvarðanir sem teknar eru á aðal-, félags- og stjórnarfundum. Fundargerðirnar skal varðveita á tryggilegan hátt.

Fjárhagur, fjárvarsla og ábyrgð

10. gr.

Stjórnin ber ábyrgð á rekstri og fjárhag samtakanna.

Fjárhagslegar skuldbindingar samtakanna eru óviðkomandi þeim sem eiga aðild að þeim. Firmaritun samtakanna er í höndum allra stjórnarmanna. Samþykktir fyrir Skills Ísland - samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum á Íslandi

11. gr.

Aðalfundur ákveður árgjöld. Stjórn skal gera fjárhags-/rekstraráætlun sem lögð skal fyrir aðalfund, sbr. 11. gr. Senda skal aðildafélögum reikninga félagsins og fjárhagsáætlun a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund. Reikningsár samtakanna er almanaksárið.

Aðalfundur, félagsfundir og atkvæðagreiðslur.

12. gr.

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum samtakanna. Aðalfund skal halda árlega, eigi síðar en í lok júní. Aðalfund skal halda, að loknu Íslandsmóti árið sem það er haldið. Hann skal boða með tryggilegum hætti með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

 Skýrsla stjórnar

 Endurskoðaðir reikningar félagsins

 Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

 Fjárhags- og rekstraráætlun og ákvörðun um árgjöld

 Samþykktarbreytingar

 Uppgjör að loknu Íslandsmóti (þegar við á)

 Skipulag næsta Íslandsmóts (þegar við á)

 Kosning formanns og stjórnar (þegar við á)

 Kosning skoðunarmanna reikninga

 Erlent samstarf

 Önnur mál

13. gr.

Félagsfund skal halda svo oft sem þurfa þykir að ákvörðun stjórnar og alltaf ef 1/3 aðildarfélaga óskar þess. Félagsfund skal boða með tryggilegum hætti um netföng aðildarfélaganna með hæfilegum fyrirvara.

14. gr.

Hver fulltrúi í fulltrúaráði fer með eitt atkvæði á aðal- og félagsfundum og skal stjórnarformanni samtakanna send tilkynning um það hver fer með atkvæði félagsins á aðalfundi og hver til vara í forföllum aðalmanns.

Framkvæmdastjórar, starfsmenn og stjórnarmenn aðildarfélaga hafa rétt til setu á aðal- og félagsfundum með málfrelsi og tillögurétti. Samþykktir fyrir Skills Ísland - samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum á Íslandi

Breytingar á samþykktum og slit samtakanna

15. gr.

Samþykktum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi. Allar breytingar skoðast samþykktar með einföldum meirihluta aðildarfélaga. Samtökum þessum verður slitið með sameiginlegri ákvörðun aðalfundar eða framhaldsaðalfundar með sömu formerkjum og hér að framan um breytingar á samþykktum.

15. gr.

Ef samtökunum verður slitið skal ráðstafa eigum samtakanna til skyldra málefna, samkvæmt ákvörðunum aðalfundar

Svo samþykkt á stofnfundi Samþykktir fyrir Skills Ísland - samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum á Íslandi

Stofnaðilar:

Nafn:

 

 

 

 

Bílgreinasambandið

FBM

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík

Iðnmennt

MATVÍS

Meistarasamband byggingarmanna

Rafiðnaðarsambandið

SAF

Samiðn

Samtök Iðnaðarins

SART

VM